Magnað mark hjá Guðjóni Val (myndband)

Guðjón Valur.
Guðjón Valur. Ljósmynd/Kiel

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði magnað mark fyrir Kiel þegar liðið lagði Lemgo í þýsku Bundesligunni í handknattleik í gærkvöld.

Lemgo var í sókn og hafði gripið til þess ráðs að taka markvörð sinn útaf og bæta útileikmanni í sóknina. Boltanum var kastað inn í vítateig Kiel en þar greip Guðjón Valur boltann á lofti og í sömu andrá henti hann boltanum yfir endilangann völlinn og í netið fór boltinn þrátt fyrir örvæntingarfull tilþrif markvarðarins.

Markið glæsilega hjá Guðjóni Vali

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert