Jafnt í hálfleik hjá Íslandi

Aron Rafn var flottur í fyrri hálfleik.
Aron Rafn var flottur í fyrri hálfleik. mbl.is/Eva Björk

Staðan er jöfn, 11:11, hjá Ísland og Austurríki þegar kominn er hálfleikur í leik liðanna á fjögurra landa mótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi þessa helgina. Leikurinn í dag fer fram í Konungshöllinni í Krefeld.

Íslenska liðið var yfir allan fyrri hálfleikinn en þegar fimm mínútur voru til leiksloka var staðan 10:7 fyrir okkar strákum.

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar tóku á smá sprett síðustu mínúturnar, skoruðu fjögur mörk gegn einu og staðan því eins og áður segir jöfn eftir 30 mínútur, 11:11.

Snorri Steinn Guðjónsson, sem kom ekkert við sögu í sigrinum á Rússlandi í gær, spilaði allan fyrri hálfleikinn en Aron Pálmarsson hefur ekkert komið við sögu.

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Rúnar Kárason og Ólafur Bjarki Ragnarsson eru markahæstir hjá Íslandi með tvö mörk og í markinu hefur Aron Rafn Eðvarðsson varið níu skot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert