Eyjamenn upp í annað sætið

Harður slagur í Safamýrinni í kvöld.
Harður slagur í Safamýrinni í kvöld. mbl.is/Ómar

ÍBV er komið upp í annað sæti Olís-deildar karla eftir sigur á Fram, 22:18, í leik sem seint verður minnst fyrir skemmtileg tilþrif.

Gæðin voru ekki upp á marga fiska í spilamennsku liðanna í fyrri hálfleik. Framarar töpuðu ellefu boltum auk þess að klúðra þremur vítaköstum fyrir hlé sem var dýrt. Það var þeim þó til happs að sóknarleikur Eyjamanna var ekki upp á sitt besta, þeir töpuðu einnig á annan tug bolta og munaði einungis tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 10:8. Ekki mikið skorað.

Eyjamenn héldu tveggja marka forskoti framan af fyrri hálfleik en heimamenn reyndu hvað þeir gátu að elta uppi andstæðinginn. Þvert á móti hins vegar gáfu leikmenn ÍBV frekar í og bilið jókst jafnt og þétt en mest munaði sex mörkum á liðunum. ÍBV fór að lokum með fjögurra marka sigur af hólmi, 22:18.

Róbert Aron Hostert og Theódór Sigurbjörnsson gerðu báðir fimm mörk fyrir ÍBV en hjá Fram gerði Garðar Sigurjónsson sjö mörk, öll af vítalínunni.

Eyjamaðurinn Magnús Stefánsson fékk þungt höfuðhögg í síðari hálfleik og var borinn blóðugur af velli. Ekki er vitað frekar um líðan hans á þessari stundu.

Nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu á morgun en viðtöl munu birtast hér á mbl.is síðar í kvöld.

Fram 18:22 ÍBV opna loka
60. mín. Sigfús Páll Sigfússon (Fram) fiskar víti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert