Fjórði sigur Eyjamanna í röð

Frá viðureign FH og ÍBV fyrr í vetur.
Frá viðureign FH og ÍBV fyrr í vetur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

ÍBV vann í kvöld sinn fjórða sigur í röð í Olís-deildinni þegar þeir lögðu FH-inga í Kaplakrika, 30:27.

FH-ingar voru fjórum mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 18:14, en Eyjamenn komu mjög grimmir til leiks í seinni hálfleik og með norska markvörðinn Henrik Wikan Eidsvig í miklu stuði á milli stanganna tókst ÍBV að snúa leiknum sér í vil og með þessum sigri fóru Eyjamenn langt með það að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

FH-ingum hefur hins vegar gengið afar illa síðustu vikurnar og einn sigur í síðustu sjö leikjum segir alla söguna í þeim efnum.

Mörk FH: Ragnar Jóhannsson 7, Einar Rafn Eiðsson 4, Ásbjörn Friðriksson 4/2, Ísak Rafnsson 4, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Valdimar Fannar Þórsson 2, Magnús Óli Magnússon 2, Benedikt Reynir Kristinsson 1.
Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 8, Sigurður Örn Arnarson 7.

Mörk ÍBV: Agnar Smári Jónsson 10, Róbert Aron Hostert 9, Magnús Stefánsson 4, Theodór Sigurbjörnsson 3/1, Andri Heimir Friðriksson 3, Guðni Ingvarsson 1.
Varin skot: Henrik Eidsvaag 17, Kolbeinn A. Ingibjargarson 4/1.

FH 27:30 ÍBV opna loka
60. mín. Sigurður Örn Arnarson (FH) varði skot
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert