Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, er genginn til liðs við Valsmenn og hefur samið við þá til eins árs en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá handknattleiksdeild Vals.
Kári, sem er 29 ára línumaður, lék með Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni síðasta vetur og hefur leikið um árabil sem atvinnumaður í Danmörku og Þýskalandi.
Í tilkynningu Vals segir: Þegar ljóst varð að Kári hefði ákveðið að spila á Íslandi á komandi tímabili var mikill áhugi frá Val að fá Kára á Hlíðarenda. Félagið lýsir því yfir mikilli ánægju með að hafa fengið Kára í sínar raðir.