Allt lið sem vilja taka næsta skref

Patricia Szölösi er mikilvæg fyrir Fylki.
Patricia Szölösi er mikilvæg fyrir Fylki. mbl.is/Golli

Næstu daga mun Morgunblaðið skoða liðin sem leika í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur. Umfjölluninni verður skipt upp í þrjá hluta og í dag verða nýliðar ÍR og liðin í 9.-11. sæti í deildinni á síðustu leiktíð, Fylkir, Selfoss og KA/Þór, til umfjöllunar.

Keppni í Olís-deild kvenna hefst á morgun með tveimur leikjum og 1. umferð Íslandsmótsins lýkur svo á laugardag með fjórum leikjum.

Úrslitakeppnin næsta skref?

Fylkir tók þá stóru ákvörðun sumarið 2011 að draga meistaraflokk kvenna úr úrvalsdeild kvenna veturinn 2011-2012 eftir að hafa lent í 4. sæti um vorið og verið í fjögurra liða úrslitakeppni Íslandsmótsins.

Ákveðið var þó að halda uppbyggingu áfram innan félagsins, og veturinn eftir mætti Fylkir í deildina á ný og endaði þá í neðsta sæti í ellefu liða deild. Í fyrra endaði Fylkir hins vegar í 9. sæti af 12 liðum og nokkrir leikmenn liðsins fóru að vekja athygli. Í vetur er Fylki spáð 7. sæti, sem yrði þá jafnframt sæti í átta liða úrslitakeppni Íslandsmótsins í vor, ef spáin gengi eftir.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert