Sigurbergur: Gott að vinna sannfærandi sigur

Sigurbergur Sveinsson skorar .
Sigurbergur Sveinsson skorar . mbl.is/Ómar

Sigurbergur Sveinsson nýtti tækifærið vel með íslenska landsliðinu í kvöld og skoraði sex mörk þegar Ísland skellti Ísrael 36:19 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016. 

„Þetta fór svolítið hægt af stað en eftir að við náðum smá takti þegar leið á leikinn þá var þetta aldrei spurning að mér fannst,“ sagði Sigurbergur við fjölmiðlamenn að leiknum loknum. 

„Þetta var einn af þessum skyldusigrum en gott fyrir okkur að hafa unnið sannfærandi og byrja keppnina vel. Á sunnudaginn mætum við sterkari andstæðingi (Svartfjallaland) og allt öðruvísi liði. Undurbúningurinn fyrir þann leik hefst strax í fyrramálið og við ætlum okkur sigur í Svartfjallalandi. Við gætum helst lært af þessum leik að vera þolinmóðir í sókninni og leita að opnunum á vörninni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert