Alexander Petersson, landsliðsmaður í handknattleik, er búinn að jafna sig af veikindum og er í íslenska liðinu sem mætir Svartfellingum í undankeppni Evrópumótsins í Bar síðdegis í dag.
Vegna veikinda Alexanders var Ernir Hrafn Arnarson sendur út til Svartfjallalands í gær en hann var ekki í sextán manna hópnum sem valinn var fyrir þann leik. Ernir er ekki á skýrslu í dag.
Liðið skipa því eftirtaldir:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson
Aron Rafn Eðvarðsson
Útileikmenn:
Vignir Svavarsson
Kári Kristján Kristjánsson
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Arnór Atlason
Þórir Ólafsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Snorri Steinn Guðjónsson
Alexander Petersson
Sverre Jakobsson
Róbert Gunnarsson
Sigurbergur Sveinsson
Stefán Rafn Sigurmannsson
Bjarki Már Gunnarsson
Björgvin Hólmgeirsson