Að sjálfsögðu tökum við sætið

Snorri Steinn Guðjónsson og félagar fara á HM þrátt fyrir …
Snorri Steinn Guðjónsson og félagar fara á HM þrátt fyrir tapið gegn Bosníu í umspilsleikjum í sumar. mbl.is/Eva Björk

Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir að sú niðurstaða framkvæmdastjórnar alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að veita Íslandi sæti á HM í Katar sé rökrétt. Ekki komi annað til greina en að taka sætið.

Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin gáfu frá sér sæti sín á HM fyrir tveimur vikum síðan vegna pólitískra deilna þjóðanna við Katar. Eftir að sátt náðist í þeim deilum sóttu þjóðirnar tvær um að fá sæti sitt að nýju í byrjun þessarar viku. Framkvæmdastjórn IHF hafnaði þeirri beiðni á fundi sínum í dag og gaf Íslandi og Sádi Arabíu sætin.

„Við teljum að við höfum átt rétt á þessu sæti þegar sæti Ástralíu losnaði í sumar. Þetta er rökrétt niðurstaða miðað við þá reglu sem gilti um úthlutun sæta sem losna,“ sagði Guðmundur.

„Við tökum sætið að sjálfsögðu. Mótið er líka undankeppni næstu Ólympíuleika og afar mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Guðmundur.

Ísland með á HM í Katar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert