Ísland mætir Svíþjóð í fyrsta leik í Katar

Róbert Gunnarsson og Alexander Petersson í leik gegn Svíum á …
Róbert Gunnarsson og Alexander Petersson í leik gegn Svíum á Ólympíuleikunum í London 2012. mbl.is/Golli

Svíar verða fyrstu mótherjar Íslendinga í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í Katar en leikur þjóðanna fer fram föstudaginn 16. janúar.

Leikjaröð Íslands verður sem hér segir en Ísland fer í C-riðil í stað Sameinuðu arabísku furstadæmanna:

16. janúar: Ísland - Svíþjóð
18. janúar: Ísland - Alsír
20. janúar: Ísland - Frakkland
22. janúar: Ísland - Tékkland
24. janúar: Ísland - Egyptaland

Fjögur efstu liðin komast í 16-liða úrslit og mæta þar liðunum úr D-riðlinum en í honum leika Danmörk, Þýskaland, Pólland, Rússland, Argentína og Sádi-Arabía.

Það eru því talsverðar líkur á að annaðhvort Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, eða Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þjóðverja, verði andstæðingur íslenska liðsins í 16-liða úrslitum keppninnar, en þau verða leikin 26. janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert