Af hverju eru þeir eftirsóttir?

Árangur Alfreðs Gíslasonar hefur verið framúrskarandi
Árangur Alfreðs Gíslasonar hefur verið framúrskarandi mbl.is/afp

Íslenskir handknattleiksþjálfarar hafa á síðustu árum vakið mikla athygli víða í Evrópu, ekkert síður en íslenskir handknattleiksmenn. Nú um stundir eru vel á annan tug Íslendinga þjálfarar hjá félagsliðum og landsliðum í Evrópu.

Árangur Alfreðs Gíslasonar og Guðmundur Þórðar Guðmundssonar hefur verið framúrskarandi þannig að rætt er um að fáir standi þeim á sporði í handboltavísindunum.

Alfreð sló fyrst í gegn þegar hann reif upp þýska liðið SC Magdeburg og gerði það að stórveldi í Evrópu í handknattleik snemma á öldinni. Einstakur árangur hans með THW Kiel undanfarin ár talar sínu máli. Kiel hefur verið sigursælasta félag Evrópu undir stjórn Alfreðs.

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert