Eyjamenn fóru létt með Akureyringa

Agnar Smári Jónsson sækir að vörn Akureyringa í Eyjum í …
Agnar Smári Jónsson sækir að vörn Akureyringa í Eyjum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

ÍBV og Akureyri mættust í lokaleik 14. umferðar í Olís-deild karla í handknattleik og fóru leikar svo að heimamenn úr ÍBV höfðu betur og unnu öruggan átta marka sigur 28:20.

Eyjamenn hófu leikinn af krafti og komust í 11:4-forskot eftir rúmlega 20 mínútna leik en staðan í hálfleik var 14:7 fyrir ÍBV.

Sigur Eyjamanna var í raun aldrei í hættu en þeir komust mest í 10 marka forskot í stöðunni 21:11.

Hornamaðurinn knái Theodór Sigurbjörnsson var enn og aftur markahæstur fyrir heimamenn og skoraði hann 9 mörk í leiknum en markahæstur í liði Akureyringa var Kristján Orri Jóhannsson.

Eyjamenn jöfnuðu Akureyringa að stigum með sigrinum í dag, fara í 13 stig og upp fyrir Akureyringa í 5. sætinu.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

ÍBV 28:20 Akureyri opna loka
60. mín. Leik lokið Öruggur sigur Eyjamanna! 28-20.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert