Aron varð fyrir líkamsárás í miðborginni

Aron Pálmarsson var fyrir árás í miðborg Reykjavíkur um helgina.
Aron Pálmarsson var fyrir árás í miðborg Reykjavíkur um helgina. mbl.is/Eva Björk

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska meistaraliðsins Kiel, varð fyrir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur um helgina. Hann mun vera bólginn eftir árásina og tekur ekki þátt í æfingum landsliðsins, að minnsta kosti í dag, og óvissa ríkir með þátttöku Arons í vináttuleikjunum við Þjóðverjar í Laugardalshöllinni á sunnudag og mánudag. 

Það er vísir.is sem greinir frá þessu og hefur eftir Aroni Kristjánssyni, landsliðsþjálfara, að þátttaka Arons á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem hefst í Katar um miðjan janúar sé ekki í hættu af þessum sökum. Ennfremur  er haft eftir Aroni landsliðsþjálfara að Handknattleikssamband Íslands muni fjalla um málið í dag. 

Þeir leikmenn íslenska landsliðsins sem leika með erlendum félagsliðum komu til landsins fyrir jólin og á milli hátíðisdagana allt eftir því hvort félagslið þeirra voru að leika í kringum hátíðisdagana eða ekki.  Fyrsta æfing landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið verður í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert