Hinn íslenskættaði Hans Óttar Lindberg tryggði Dönum sigur gegn Svíum í vináttulandsleik í handknattleik sem fram fór í Malmö í kvöld.
Lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar höfðu betur, 24:23, og skoraði Hans Óttar Lindberg sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka.
Svíar verða mótherjar Íslendinga í fyrsta leiknum á HM í Katar þann 16. janúar en þjóðirnar mætast í æfingaleik um næstu helgi.