Öll Íslendingaliðin í 16 liða úrslit

Leikmenn Aalborg fagna stiginu sem þeir náðu gegn Pick Szeged …
Leikmenn Aalborg fagna stiginu sem þeir náðu gegn Pick Szeged í Ungverjalandi í kvöld. EPA

Öll Íslendingaliðin í Meistaradeild karla í handknattleik, sex talsins, eru komin í 16 liða úrslit keppninnar. Lokaumferð riðlakeppinnar lauk í gær og dregið verður til 16 liða úrslitanna á morgun.

Aalborg frá Danmörku, lið Ólafs Gústafssonar, náði síðasta sætinu á ævintýralegan hátt í kvöld þegar það gerði jafntefli, 23:23, við Pick Szeged á útivelli. Ólafur missti af leiknum vegna meiðsla en lið hans varð að ná jafntefli.

Aalborg verður í fjórða styrkleikaflokki og getur dregist gegn tveimur Íslendingaliðum, Kiel eða
Barcelona, eða þá Veszprém eða Kielce sem unnu hina tvo riðlana.

París SG, KIF Kolding og Rhein-Neckar Löwen höfðu þegar tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum og verða PSG og Kolding í öðrum styrkleikaflokki en Löwen í þeim þriðja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert