Stórsigur Hauka á Stjörnunni

Einar Pétur Pétursson og Þröstur Þráinsson, leikmenn Hauka.
Einar Pétur Pétursson og Þröstur Þráinsson, leikmenn Hauka. mbl.is/Eggert

Haukar unnu sannkallaðan stórsigur á Stjörnunni í kvöld í Olís-deild karla í handknattleik 28:16 en leikið var að Ásvöllum í Hafnarfirði. Haukar náðu skoruðu fyrsta mark leiksins og héldu forystunni allt til enda.

Haukar tóku strax öll völd á vellinum og komu sér í þægilega 5:1 stöðu eftir 18 mínútna leik. Eftir það leystist leikurinn örlítið upp þar sem bæði lið sóttu hratt upp og gerðu mörg mistök en Haukar höfðu hins vegar afgerandi sjö marka forystu í hálfleik, 12:5. Þar hafði góður leikkafli þeirra, þar sem þeir breyttu stöðunni 6:3 í 11:4, mikið að segja.

Sóknarleikur Stjörnunnar í fyrri hálfleik var afleitur – fyrstu tvö mörk þeirra komu úr vítaköstum og í þau fáu skipti sem þeir sluppu inn fyrir vörn Haukana varði Giedrius Morkunas markvörður Hauka frá þeim en hann varði samtals 20 skot í leiknum. Fyrsta mark Stjörnunar úr opnum leik kom eftir tæpar 19 mínútur og það segir allt sem segja þarf.

Stjörnumenn skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins en eftir það hrökk Haukavélin í gang og Garðbæingar sáu raunar aldrei til sólar. Þeir náðu einum góðu þriggja marka kafla í stöðunni 16:9 í 16:12 og síðan ekki söguna meir. Þeir skoruðu aðeins þrjú mörk síðustu 15 mínútur leiksins en staðan fór úr 18:13 í 28:16. Öruggur 12 marka sigur Hauka,sem eru á fljúgandi siglingu, staðreynd en liðið er taplaust eftir áramót.

 Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Haukar 28:16 Stjarnan opna loka
60. mín. Einar Ólafur Vilmundarson (Haukar) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert