Atli Ævar var markahæstur

Atli Ævar stóð í ströngu á línunni í kvöld.
Atli Ævar stóð í ströngu á línunni í kvöld. Ljósmynd/guif.nu

Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur þegar Guif og Kristianstad skildu jöfn, 25:25, í Eskilstuna í í dag í 30. og síðustu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Atli Ævar skoraði sex mörk fyrir Guif sem hafnaði í fjórða sæti deildarinnar.

Guif var með tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 14:12.

Úrslitakeppnin hefst á laugardaginn en Guif mætir Redbergslid í átta liða úrslitunum og byrjar á heimavelli á laugardag. 

Tandri Már Konráðsson skoraði þrjú mörk fyrir Ricoh þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Lugi, 30:23. Ricoh hafnaði í þriðja neðsta sæti deildarinnar og fer í umspil um áframhaldandi sæti í hópi þeirra bestu en þar lék liðið í fyrsta skipti í vetur. Fyrsti leikur í því er gegn Helsingborg á útivelli á páskadag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert