Kiel og Rhein-Neckar Löwen skildu jöfn, 23:23, í uppgjöri tveggja efstu liðanna í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag.
Leikurinn var fjörugur í meira lagi en heimamenn voru þremur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Gestirnir gáfust þó ekki upp og náðu að jafna leikinn.
Aron Pálmarsson fékk gullið tækifæri til að skora sigurmarkið á síðustu andartökum leiksins en skot hans hafnaði í þverslánni. Aron skoraði tvö mörk fyrir Kiel og Alexander Petersson skoraði tvö fyrir Löwen en Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað.
Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, er á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á Rhein-Neckar Löwen sem á þó leik til góða.
Fylgst var með gangi leiksins hér á mbl.is.
Lið Kiel: Kim Sonne-Hansen (m), Steinar Ege (m); Domagoj Duvnjak, Henrik Lundström, Rene Toft Hansen, Christian Sprenger, Steffen Weinhold, Patrick Wiencek, Niclas Ekberg, Rasmus Lauge, Joan Canellas, Aron Pálmarsson, Filip Jicha, Marko Vujin.
Lið Rhein-Neckar Löwen: Niklas Landin (m), Bastian Rutschamm (m); Andy Schmid, Uwe Gensheimer, Stefan Kneer, Stefán Rafn Sigurmannsson, Bjarte Myrhol, Marius Steinhauser, Mads Mensah Larsen, Patrick Grötzki, Harald Reinkind, Gedéon Guardiola, Alexander Petersson, Kim Ekdahl du Rietz.
60. Staðan er 23:23. Búið! Aron með skot í slána á síðustu sekúndu.
59. Staðan er 23:23.
58. Staðan er 23:22.
58. Staðan er 22:22. Jahérna!
57. Staðan er 22:21.
56. Staðan er 22:20. Gestirnir gefast ekki upp.
55. Staðan er 22:19. Kiel er að landa þessu.
52. Staðan er 21:19.
50. Staðan er 21:18.
49. Staðan er 21:17. Er Kiel að fara næla sér í punktana tvo sem eru í boði?
47. Staðan er 20:17.
46. Staðan er 19:17. Gensheimer skorar fjórða mark sitt úr vítakasti í dag.
46. Staðan er 19:16. Og enn er það Ekberg.
45. Staðan er 18:16. Ekberg skorar sitt þriðja mark.
43. Staðan er 17:16.
40. Staðan er 17:15. Þetta gerist svo fljótt! Þrjú mörk á innan við mínútu.
40. Staðan er 16:15.
40. Staðan er 15:15.
39. Staðan er 15:14. Ekberg. Fyrsta mark hans í dag.
39. Staðan er 14:14. Löwen jafnar leikinn manni færri.
36. Staðan er 14:13. Myrhol með mark eftir flott spil.
36. Staðan er 14:12.
35. Staðan er 13:12.
33. Staðan er 12:12. Gensheimer jafnar úr víti.
32. Staðan er 12:11. Guardiola minnkar muninn aftur í eitt mark.
31. Staðan er 12:10. Canellas skorar út víti.
31. Staðan er 11:10. Ballið byrjað aftur.
Hálfleikur. Leikurinn fór ansi hægt af stað og eftir kortersleik var staðan 3:3. Seinna korterið var mun fjörugra og nóg af mörkum. Háspenna í Þýskalandi.
30. Staðan er 11:10. Hálfleikur.
29. Staðan er 11:10. Lauge með mark lengst utan af velli.
27. Staðan er 10:10. Gensheimer skorar úr víti.
27. Staðan er 10:9. Aron Pálmarsson með sleggju!
26. Staðan er 9:9. Heimamenn jafna - Weinhold gerir það.
24. Staðan er 8:9. Gestirnir komnir yfir.
22. Staðan er 8:8.
22. Staðan er 8:7.
21. Staðan er 7:7. Gestirnir jafna.
20. Staðan er 7:6. Leikhléið að skila sínu. Gensheimer með markið.
19. Staðan er 7:5. Alexander Petersson með sirkusmark.
19. Staðan er 7:4. Og Löwen tekur leikhlé!
18. Staðan er 6:4. Marko Vujin kemur Kiel tveimur mörkum yfir.
17. Staðan er 5:4.
17. Staðan er 4:4. Fyrsta íslenska markið! Alexander Petersson.
16. Staðan er 4:3.
11. Staðan er 3:3. Alfreð fær gult spjald.
10. Staðan er 3:3.
9. Staðan er 3:2. du Rietz minnkar muninn.
8. Staðan er 3:1. Christian Sprenger úr hraðaupphlaupi.
7. Staðan er 2:1. Joan Canellas skoraði með skoti fyrir utan.
6. Staðan er 1:1. Lítið skorað í upphafi leiks.
4. Staðan er 1:1. Steinar Ege nær ekki að verja frá Uwe Gensheimer. Löwen jafnar.
2. Staðan er 1:0. Kiel kemst yfir. Steffen Weinhold skorar.
1. Staðan er 0:0. Löwen hefur leik.
1. Leikurinn er hafinn.