Hin 15 ára gamla Lovísa Thompson tryggði Gróttu í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar hún skoraði sigurmarkið tveimur sekúndum fyrir leikslok, 24:23, í fjórða úrslitaleik Gróttu og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn.
„Ég var ekkert að pæla í hvað ég var að gera," sagði Lovísa við mbl.is í kvöld eftir leikinn. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, sagði eftir leikinn að í leikhléi sem hann tók þegar rúm hálf mínúta var til leiksloka hafi verið lagt upp með að Lovísa drægi í sig varnarmenn Stjörnunnar,
Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá síðustu sekúndur leiksins og sigurmarki Lovísu og fögnuðinn sem greip um sig í lokin meðal leikmanna og stuðningsmanna Gróttu þegar ljóst að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í flokkaíþrótt var í höfn.