Það vælir enginn yfir þessu

Skyttan Egill Magnússon hefur ekki getað beitt sér á fullu …
Skyttan Egill Magnússon hefur ekki getað beitt sér á fullu í sumar vegna hnémeiðsla en vonir standa til að hann verði klár fyrir mótið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 19 ára og yngri æfir nú á fullu fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Rússlandi eftir rétt rúma viku.

Liðið hefur staðið í ströngu í allt sumar og stóð meðal annars uppi sem sigurvegari á Opna Evrópumótinu sem fram fór í Svíþjóð, sem ef til vill hefur aukið á væntingarnar fyrir HM.

„Við höfum rætt málin innbyrðis en ætlum svo sem ekki að fara í neinar yfirlýsingar. Við vitum að við erum með gott lið þegar við hittum á það en þetta er rosalega jafnt. Við erum í óhemju sterkum riðli en ef hlutirnir ganga upp þá er aldrei að vita hvað gerist. En fyrsta markmið er að tryggja okkur upp úr riðlinum og sjá hverju það skilar okkur,“ segir Sigursteinn Arndal, annar landsliðsþjálfari U19 liðsins.

Sjá viðtal við Sigurstein um komandi HM í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert