„Mikil framför frá síðasta leik“

Ísak Rafnsson.
Ísak Rafnsson. mbl.is/Árni Sæberg

Ísak Rafnsson og samherjar hans í FH-liðinu máttu sætta sig við annað tapið í röð í Olís-deildinni þegar þeir lágu fyrir ÍR-ingum í 70 marka leik í Kaplakrika í kvöld, 37:33.

„Það segir sig sjálft að vörnin okkar var ekki nógu góð í kvöld. Við skoruðum 33 mörk og það segir manni að sóknarleikurinn hafi gengið vel en við verðum að laga vörn og markvörslu,“ sagði Ísak við mbl.is eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við gefa allt í leikinn og hann var mikil framför frá leiknum á móti Gróttu. ÍR-ingar voru aðeins betri en við sýndum mikla baráttu með því að komast aftur inn í leikinn eftir að hafa lent fimm mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks og nú þurfum við bara að laga þá hluti sem þarf að laga og koma sterkir í næsta leik sem við ætlum að vinna,“ sagði Ísak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert