Óheppnin heldur áfram að elta Gunnar Stein Jónsson, landsliðsmann í handbolta og leikmann þýska liðsins Gummersbach.
Gunnar Steinn er á leið í aðgerð á mánudaginn en hann varð fyrir því óláni að mölbrjóta litlafingur á vinstri hendi í leik á móti Flensburg á dögunum og verður frá keppni í 6-8 vikur. Fingurinn brotnaði á fjórum stöðum en fyrr á leiktíðinni heltist Gunnar úr leik eftir að hafa meiðst á báðum ökklum.
,,Það má segja að þetta sé ólukkutímabil hjá mér en ég var búinn að slíta liðband í báðum ökklum fyrr á tímabilinu,“ sagði Gunnar Steinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.