Íslandsmeistarar Hauka halda siglingu sinni áfram í Olís-deildinni. Haukar unnu sinn níunda leik í röð þegar þeir lögðu Aftureldingu, 26:19, og eru klárlega með besta lið landsins.
Eftir að hafa verið skrefinu á eftir Mosfellingum lungann úr fyrri hálfleik settu Haukarnir í fluggírinn á lokakafla fyrri hálfleiksins þar sem þeir skoruðu átta mörk gegn tveimur og eftir þennan góða kafla var sigurinn aldrei í hættu. Haukarnir áttu í smá vandræðum til að byrja með að leysa 5:1 vör gestanna en um leið og Janus Daði Smárason kom inná kom allt annar bragur á sóknarleik Haukanna.
Meistararnir náðu sjö marka forskoti í byrjun hálfleiks og það reyndist banabiti fyrir liðsmenn Aftureldingar. Það var ekki að merkja þreytu á liðsmönnum Hauka sem tveimur sólarhringum áður tóku erkifjendur sína í FH í bakaríið.
Haukar | 26:19 | Afturelding | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
60. mín. Leik lokið | ||||
Augnablik — sæki gögn... |