Fjögurra marka tap fyrir Portúgal, 32:28, og mjög slakur leikur hlýtur að vekja leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik karla nú þegar átta dagar eru þangað til flautað verður til leiks á Evrópumeistaramótinu í Póllandi. Leikmenn liðsins hafa nú rúma viku til þess að reka af sér slyðruorðið og standa undir þeim væntingum sem þeir sjálfir og þjálfarinn hafa til hópsins þegar á hólminn verður komið.
Flest brást sem brugðist gat í leiknum í gær gegn frískum Portúgölum. Sannarlega eru Portúgalar ekki neinir byrjendur en það er óviðunandi að stilla upp sterkasta liði sem völ er á og tapa á sannfærandi hátt með fjögurra marka mun rúmri viku áður en farið er á stórmót, mót sem Portúgalar geta aðeins leyft sér að dreyma um að taka þátt í einhvern tímann með tíð og tíma.
Sjá greinina í heild og umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.