Dagur blæs á gagnrýni á íslenska liðið

Dagur Sigurðsson og hans menn fögnuðu vel og innilega með …
Dagur Sigurðsson og hans menn fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum í Berlín. AFP

Evrópumeistarinn Dagur Sigurðsson segir umræðu um að íslenska landsliðið sé orðið langt á eftir bestu liðum heims, vegna frammistöðunnar á EM, vera „kjánaskap.“

Dagur er í viðtali við DV og þar er aðeins er komið inn á stöðu íslenska landsliðsins sem Dagur segir ekki vera jafn slæma og margir vilja meina ef miðað er við EM. „Það er kjánalegt að segja að íslenska liðið sé orðið langt á eftir öðrum liðum. Þeir hefðu getað farið sömu leið og Þýskaland og Noregur gerðu. Það er algjörlega út í hött að tala um að þeir séu orðnir einhverjum ljósárum á eftir öðrum. Það er bara kjánaskapur,“ er meðal annars haft eftir Degi í viðtalinu. 

Annars segir í viðtalinu að Dagur vilji lítið blanda sér í þessa umræðu að öðru leyti en hann sagði mistök íslenska liðsins hafa verið gerð gegn Hvít-Rússum eftir fínan sigur á Noregi en fleiri lið hafi lent í slíku einbeitingarleysi. 

„„Ég vil bara minna á að þeir vinna Noreg og svo kemur ákveðið „blackout“ á móti Hvít-Rússum. Með þeim leik kasta þeir mótinu frá sér.“ Hann segir að það hafi gerst hjá fleiri liðum á mótinu, til dæmis hjá Dönum á móti Svíum og hjá Spánverjum í úrslitaleiknum. Lið lendi stundum í aðstæðum sem erfitt er að ráða við. „Danir voru með allt í góðum gír og litu hrikalega vel út. Þeir voru að sigla inn í undanúrslitin þegar slokknar á einbeitingunni á móti Svíum. Afleiðingin er svo leikurinn á móti okkur,““ er einnig haft eftir Degi í viðtalinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert