Florentina úr leik?

Florentina Stanciu markvörður Stjörnunnar.
Florentina Stanciu markvörður Stjörnunnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Flor­ent­ina Stanciu, markvörður Stjörn­unn­ar og ís­lenska landsliðsins var bor­in meidd af velli í viður­eign Hauka og Stjörn­unn­ar í kvöld.

Aðeins voru liðnar um 12 mín­út­ur þegar Flor­ent­ina féll til jarðar og virt­ist sár­kval­in í hægra hnénu. Hún var síðan bor­in af velli og lék ekk­ert meira með í leikn­um en Heiða Ing­ólfs­dótt­ir lék í henn­ar stað í mark­inu og stóð sig vel.

„Ég veit á þess­ari stundu ekki hversu al­var­legt þetta er,“ sagði Hall­dór Harri Kristjáns­son þjálf­ari Stjörn­unn­ar eft­ir leik.

„Hún er mikið kval­in í hnénu og fer í nán­ari skoðun á morg­un. Við verðum bara að bíða og sjá til hvað kem­ur út úr þeirri lækn­is­skoðun.“

Komi það í ljós að Flor­ent­ina sé úr leik, er það gríðarlegt áfall fyr­ir Stjörn­una en Stanciu hef­ur verið einn besti markvörður deild­ar­inn­ar um ára­bil. Stjarn­an þarf svo sann­ar­lega á markverðinum snjalla að halda en eft­ir 29:23 tap gegn Hauk­um, eru Stjörnu­kon­ur komn­ar upp við vegg­inn fræga og þurfa sig­ur í næsta leik.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert