Úrslitin á Íslandsmóti karla í handknattleik ráðast í oddaleik. Þetta varð ljóst eftir sigur Hauka á Aftureldingu í framlengdum leik í dag. Lokatölur urðu 30:29 eftir hreint æsispennandi leik.
Haukar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum, 13:9. Heimamenn brugðu á það ráð að taka Janus Daða Smárason úr umferð nánast allan seinni hálfleik og sóknarleikur Hauka riðlaðist í kjölfarið.
Hægt og bítandi unnu Mosfellingar sig inn í leikinn og lokakafli venjulegs leiktíma var æsispennandi. Hinn ungi markvörður Hauka. Grétar Ari Guðjónsson varði vítakast frá Jóhanni Gunnari Einarssyni rúmri mínútu fyrir leikslok í stöðunni 24:24 og Haukar héldu í sókn. Þar var komið að Davíð Svanssyni að verja skot Janusar Daða Smárasonar þegar um 20 sekúndur voru eftir. Afturelding náði ekki að skora úr lokasókn sinni og því var framlengt.
Framlengingin var ekki fyrir hjartveika. Liðin skiptust á að skora en Grétar Ari varði mikilvæg skot í framlengingunni og var maður leiksins. Hákon Daði átti svo magnaða sendingu á Elías Má Halldórsson rétt fyrir leikslok, þegar Elías skoraði sigurmarkið.
Úrslitin í einvíginu ráðast því á Ásvöllum á fimmtudaginn og þar er óhætt að lofa spennuleik.
Tölfræði leiksins má sjá hér að neðan.
Afturelding | 29:30 | Haukar | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
70. mín. Afturelding tapar boltanum | ||||
Augnablik — sæki gögn... |