Íslenska landsliðið vann það portúgalska, 26:23, í fyrr viðureign liðanna í undankeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Laugardalshöllinni í dag. Íslenska liðið var með þriggja marka forskot í hálfleik, 13:10, og tókst að aldrei að hrista leikmenn portúgalska liðsins almennilega af sér. Liðin mætast á ný í Porto á fimmtudagskvöldið. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja ræður því hvort liðið vinnur sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Frakklandi í janúar á næsta ári.
Íslenska landsliðið var með eins til tveggja marka forskot lengst af fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn gekk illa framan af , ekki síst að nýta þau tækifæri sem buðust og m.a. varði markvörður potúgalska liðsins þrjú vítaköst. Hinum megin fór Björgvin Páll Gústavsson á kostum og varði alls 12 skot í fyrri hálfleik, þar af tvö vítaköst. Segja má að hann hafi haldið íslenska liðinu inn í leiknum lengi vel. Þegar á leið batnaði sóknarleikur íslenska liðsins, mistökunum fækkaði og ótíambærum skot. Rúnar Kárason kom inn með tvö góð mörk. Í fyrsta sinn náði íslenska liðið fjögurra marka forskoti, 13:9, rétt áður en flautað var til hálfleiks. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var munurinn þrjú mörk, 13:10.
Íslenska liðið náði fimm marka forskoti í byrjun síðari hálfleik, 15:10. Þrjár klaufalegar sóknir í kjölfarið gerðu að verkum að portúgalska liðið skoraði þrjú mörk í röð eftir hraðaupphlaup. Eftir það var munurinn aldrei meira en tvö mörk og þegar Geir Sveinsson tók leikhlé eftir rúmlega 47 mínútur var staðan, 20:18, Íslandi í vil. Forskotið var aðeins eitt mark, 20:19, þegar tíu mínútur voru til leiksloka.
Góður sprettur Björgvins Páls í markinu þar sem hann varði m.a. vítakast og skot eftir hraðaupphlaup lagði grunn að fjögurra marka forskoti, 23:19, þegar rúmar sex mínútur voru til leiksloka. Agaleysi klaufaskapur í sóknarleiknum gerði hinsvegar að verkum að ekki tókst að bæta við forskotið. Þegar upp var staðið munaði þremur mörkum, 26:23, eftir að portúgalska liðið skoraði sitt síðasta mark á síðustu sekúndum leiksins.
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður, var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Eins var varnarleikurinn ágætur. Sóknarleikurinn var íslenska liðin erfiður í leiknum. Leikmenn gerðu alltof mikið af mistökum og gerði sig einni seka um agaleysi með fljótfærnislegum markskotum.