Ísland fer á HM í Frakklandi

Arnór Atlason og Kári Kristján Kristjánsson kljást við leikmenn portúgalska …
Arnór Atlason og Kári Kristján Kristjánsson kljást við leikmenn portúgalska landsliðsins í fyrri leiknum sem fram fór á sunnudaginn í Laugardalshöllinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska landsliðið í handknattleik karla tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Frakklandi á næsta ári þrátt fyrir eins marks tap, 21:20, fyrir Portúgal í síðari viðureign þjóðanna um keppnisréttinn á HM. Íslenska landsliðið vann fyrri leikinn með þriggja marka mun, 26:23, og viðureignirnar tvær samtals, 46:44.

Portúgalska liðið var með yfirhöndina í leiknum í kvöld, sem fram fór í Porto, frá upphafi til enda. Mestur varð munurinn fjögur mörk nokkrum sinnum í leiknum. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru til leiksloka voru Portúgalar með þriggja mark forskot, 20:17. Íslenska liðinu tókst að jafna metin, 20:20, af mikill seiglu á síðustu mínútunum. Jöfnunarmarkið skoraði Kári Kristján Kristjánsson þegar 40 sekúndur voru til leiksloka. Portúgalar áttu síðasta orðið en það nægði þeim ekki.

Staðan í hálfleik var 10:7 fyrir portúgalska liðið. 

Varnarleikur íslenska liðsins var afar góður að þessu sinni. Eins og fyrri leiknum þá var Björgvin Páll Gústavsson, markvörður, besti maður liðsins. Sóknarleikurinn var hinsvegar slakur, ekki síst í fyrri hálfleik þegar íslenska liðið tapaði boltanum tíu sinnum. Sóknarleikurinn var hægur og fyrirsjáanlegur.  Til að bæta gráu ofan á svart þá fór Alfredo Quintana, markvörður portúgalska liðsins á kostum í markinu. 

Portúgal 21:20 Ísland opna loka
60. mín. Portúgal tekur leikhlé - 57 sekúndur til leiksloka.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert