Eva Björk hefur söðlað um

Eva Björk Davíðsdóttir í leik með Gróttu.
Eva Björk Davíðsdóttir í leik með Gróttu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Handknattleikskonan Eva Björk Davíðsdóttir hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Sola Håndball sem er frá nágrannabæ Stavangurs. Eva Björk hefur verið einn burðarása Gróttu en liðið hefur hreppt Íslandsmeistaratitilinn tvö undangengin ár og er þriðji leikmaður meistaraliðsins sem söðlar um á síðustu vikum.

„Ég hef lengi stefnt á að komast út og freista þess að þróast áfram sem handboltakona. Nú er það að rætast og ég mjög ánægð og ekki síður með að komast að hjá liði í sterkri deild,“ sagði Eva Björk í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún segir draum vera að rætast.

Eva Björk skrifaði undir samning við Sola um nýliðna helgi.

Nánar er rætt við Evu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert