Dagur Sigurðsson fór vel af stað á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar lið hans Þýskalandi hafði betur gegn Svíum í handboltakeppni leikanna.
Þýskaland sigraði 32:29 en heimsmeistararnir létu ekki góða byrjun Svía slá sig út af laginu en Svíþjóð komst í 4:1 í upphafi leiks. Um var að ræða fyrsta leik liðanna á leikunum.
Markaskor dreifðist ágætlega hjá Þjóðverjum en Julius Kuhn var markahæstur með 7 mörk. Hjá Svíum skoraði Jelly Tollbring mest eða 8 mörk og gerði það í átta tilraunum.