Valur og Fram með sigra og í toppsætunum

Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst Framara í dag.
Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst Framara í dag. Árni Sæberg

Valur vann Selfoss og Fram vann Hauka í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag og raða liðin sér í efstu tvö sæti deildarinnar eftir leiki dagsins.

Valur vann Selfoss 27:25 og er í toppsætinu með sex stig eftir þrjá leiki og Fram vann Hauka 24:20 í Hafnarfirði og hefur fimm stig í 2. sæti.

Á Selfossi unnu Valskonur tveggja marka sigur, 27:25 en staðan var 11:10 Hlíðarendastúlkum í vil í hálfleik. Selfoss er enn án stiga í botnsæti deildarinnar.

Diana Satkauskaite skoraði 11 mörk fyrir Valskonur, jafn mörg og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir gerði fyrir Selfoss en báðar voru þær langmarkahæstar í liðum sínum.

Í Hafnarfirði voru það gestirnir úr Safamýri sem voru sterkari en Fram var yfir 14:13 í hálfleik og vann að lokum fjögurra marka sigur.  Haukar hafa fjögur stig eftir þrjá leiki og eru í 3. sæti.

Markahæstar í liði Fram voru þær Steinunn Björnsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir með sex mörk en Maria Ines Da Silva Pereira skoraði sex mörk fyrir Hauka.

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 11, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Margrét Katrín Jónsdóttir 4, Adina Ghidoarca 3, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Jóhanna Helga Jensdóttir 1.
Mörk Vals: Diana Satkauskaite 11, Morgan Marie Þorkelsdóttir 5, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Kristine Haheim VIke 4, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 3.

Mörk Hauka: Maria Ines Da Silva Pereira 6, Elín Anna Baldursdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, María Karlsdóttir 2, Vilborg Pétursdóttir 2, Sigrún Jóhannsdóttir 1.
Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 6, Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Marthe Sördal 5, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Rebekka Rut Skúladóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1, Hulda Dagsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert