Valur vann Selfoss og Fram vann Hauka í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag og raða liðin sér í efstu tvö sæti deildarinnar eftir leiki dagsins.
Valur vann Selfoss 27:25 og er í toppsætinu með sex stig eftir þrjá leiki og Fram vann Hauka 24:20 í Hafnarfirði og hefur fimm stig í 2. sæti.
Á Selfossi unnu Valskonur tveggja marka sigur, 27:25 en staðan var 11:10 Hlíðarendastúlkum í vil í hálfleik. Selfoss er enn án stiga í botnsæti deildarinnar.
Diana Satkauskaite skoraði 11 mörk fyrir Valskonur, jafn mörg og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir gerði fyrir Selfoss en báðar voru þær langmarkahæstar í liðum sínum.
Í Hafnarfirði voru það gestirnir úr Safamýri sem voru sterkari en Fram var yfir 14:13 í hálfleik og vann að lokum fjögurra marka sigur. Haukar hafa fjögur stig eftir þrjá leiki og eru í 3. sæti.
Markahæstar í liði Fram voru þær Steinunn Björnsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir með sex mörk en Maria Ines Da Silva Pereira skoraði sex mörk fyrir Hauka.
Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 11, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Margrét Katrín Jónsdóttir 4, Adina Ghidoarca 3, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Jóhanna Helga Jensdóttir 1.
Mörk Vals: Diana Satkauskaite 11, Morgan Marie Þorkelsdóttir 5, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Kristine Haheim VIke 4, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 3.
Mörk Hauka: Maria Ines Da Silva Pereira 6, Elín Anna Baldursdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, María Karlsdóttir 2, Vilborg Pétursdóttir 2, Sigrún Jóhannsdóttir 1.
Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 6, Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Marthe Sördal 5, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Rebekka Rut Skúladóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1, Hulda Dagsdóttir 1.