Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik og leikmaður Þýskalandsmeistara Rhein-Neckar Löwen, birti myndskeið á Instagram-síðu sinni í morgun sem sýnir hann gangast undir blettameðferðina svokölluðu.
Á Ólympíuleikunum í Ríó í síðasta mánuði vöktu áberandi rauðir blettir á baki margra íþróttamanna. Um er að ræða meðferð sem kallast „cupping“ á ensku, þar sem sogskálar eru settir á líkama fólks og kveikt í eldfimum vökva inni í skálunum. Við það myndast sog og tog verður á húðinni til þess að auka blóðflæði, og við það myndast rauðu blettirnir.
Myndskeiðið af Guðjóni Val má sjá hér að neðan.
<div> <div></div> </div><a href="https://www.instagram.com/p/BLGRc9HBGed/" target="_blank">A video posted by Gudjon Valur Sigurdsson (@gudjonvalur9)</a> on Oct 3, 2016 at 3:49am PDT