Karl Erlingsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu í handknattleik, hefur beðist innilega afsökunar á ummælum sem hann lét falla í garð dómara og eftirlitsmanns á viðureign Gróttu og Hauka í Olís-deild kvenna sem fram fór á laugardaginn. Karl segir ummæli sína hafa skrifuð í „bræði og fljótfærni.
Sjá frétt mbl.is: „Óþarfi að setja hálf vangefið lið í búning“
„Mig langar að biðjast afsökunar á ummælum mínum í gær , sem voru sett hér inn í bræði og fljótfærni . Það sæmir ekki nokkrum manni að tala svona . Bið enn og aftur viðkomandi aðila innilega afsökunar," segir Karl í færslu sem birtist fyrir skömmu á Facebook-síðu hans.
Stjórn Handknattleiksdeildar Gróttu harmaði fyrr í morgun ummæli Karls.
Sjá frétt mbl.is: Harma ummæli um fábjána og vangefna dómara.