Eyjamenn á toppinn eftir stórsigur

Eitt af átta mörkum Sigurbergs Sveinsson, stórskyttu ÍBV, í uppsiglingu.
Eitt af átta mörkum Sigurbergs Sveinsson, stórskyttu ÍBV, í uppsiglingu. mbl.si/Ófeigur

ÍBV komst í efsta sæti Olís-deildar karla í handknattleik með átta marka sigri á Gróttu, 26:18, í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Grótta var marki yfir í hálfleiki, 12:11, en leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. ÍBV hefur þar með níu stig eftir sex leiki, Afturelding er stigi á eftir en á leik til góða við Stjörnuna á laugardaginn. Grótta er í þriða sæti með sjö stig.

Leikurinn var opinn og skemmtilegur framan af auk þess sem hraðinn var mikill. Leikmönnum sást ekki alltaf fyrir og mörg góð færi fóru í súginn. Gróttumenn náðu þriggja marka forskot, 7:4, eftir tæplega stundarfjórðung eftir að Gróttumenn sundurléku vörn þeirra hvað eftir annað. Að sama skapi rötuðu skot Eyjamenn ekki í netið. ÍBV jafnaði metin, 7:7, eftir tæpar 17 mínútur. Aftur náð Grótta forskot, nú tveimur mörku, 9:7. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks voru Gróttumenn með frumkvæðið og voru mark yfir í hálfleik, 12:11.

Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti og komust yfir. Það entist ekki lengi því sóknarleikurinn var mistækur og skyttunum Agnari Smára Jónssyni og Sigurbergi Sveinssyni voru mislagðar hendur, sérstaklega þeim fyrrnefnda. Gróttumönnum hélst ekki á tveggja marka forskoti vegna flumbrugangs í sóknarleiknum. Eyjamenn gengu á lagið og skoruðu þrjú mörk í röð og komust marki yfir, 19:16, þegar 13 mínútur voru til leiksloka. Þá hafði Agnar Smári verið tekinn af leikvelli og Theodór fært sig úr horninu yfir í skyttustöðuna. Þar með gekk boltinn betur og færi opnuðust til skota hjá Sigurbergi og Theodóri auk þess sem það losnaði um Kára Kristján Kristjánsson á línunni.

ÍBV náði fimm marka forskoti, 21:16, þegar tíu mínútur rúmar voru til leiksloka. Flest gekk Gróttumönnum í mót, jafnt í vörn sem sókn. Stemningin sem var í liðinu framan af dofnaði þegar á móti blés. Kolbeinn Arnarson kom líka sterkur inn í markið eftir að hafa verið kloppóttur framan af.

Munurinn jókst smátt og smátt endaði með átta marka sigri ÍBV, 26:18.

Theodór Sigurbjörnsson bar sóknarleik ÍBV uppi lengst af.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Sigurstund leikmanna ÍBV eftir sigurinn á Gróttu á Seltjarnarnesi í …
Sigurstund leikmanna ÍBV eftir sigurinn á Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld. mbl.is/Ófeigur
Grótta 18:26 ÍBV opna loka
60. mín. Leik lokið - stórsigur ÍBV eftir hrun Gróttuliðsins í síðari hálfleik. ÍBV er þar með komið í efsta sæti deildarinnar, að minnsta kosti þangað til Afturelding leikur á laugardaginn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert