Rétti tíminn til að hætta

Alexander Petersson
Alexander Petersson AFP

Handboltakappinn Alexander Petersson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna og ætlar að einbeita sér að félagsliði sínu, þýska meistaraliðinu Rhein-Neckar Löwen.

Alexander, sem stundum hefur fengið viðurnefið „Vélmennið“, hefur leikið með íslenska landsliðinu í áratug og er óhætt að segja að hann hafi staðið sig frábærlega með liðinu í vörn jafnt sem sókn. Það verður svo sannarlega mikill sjónarsviptir að þessum frábæra leikmanni í íslenska landsliðsbúningnum.

,,Ég hef hugsað lengi um þetta og nú held ég það þetta sé rétti tíminn til að hætta og gefa yngri leikmönnum tækifæri til að taka við mínu hlutverki. Þetta var mjög erfið ákvörðun að taka en ég held að ég hafi komist að réttri niðurstöðu,“ sagði Alexander í viðtali við Morgunblaðið.

,,Síðustu ár hafa verið erfið hjá mér. Meiðsli hafa verið að angra mig lengi og ég hef ekki getað einbeitt mér sem skyldi með landsliðinu. Leikjaálagið með Löwen er mjög mikið. Við spilum í deildinni, bikarnum og í Meistaradeildinni og þetta kemur vitaskuld niður á líkamanum. Ég hef þurft að sleppa nokkrum mótum með landsliðinu vegna meiðsla og nú er einfaldlega kominn tími til að segja stopp. Ég get þar með einbeitt mér að félagsliði mínu,“ sagði Alexander.

Sjá ítarlegt viðtal við Alexander í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert