Haukar kjöldrógu vængbrotna Mosfellinga

Janus Daði Smárason, leikmaður Hauka, og Jón Heiðar Gunnarsson, Aftureldingu, …
Janus Daði Smárason, leikmaður Hauka, og Jón Heiðar Gunnarsson, Aftureldingu, eigast við. mbl.is /Eggert

Íslandsmeistarar Hauka unnu stóran sigur á vængbrotnu liði Aftureldingar, 35:17, í Olís-deild karla í handknattleik á Varmá í Mosfellsbæ í dag. Haukar höfðu yfirburði í leiknum og voru með 12 marka forskot í hálfleik, 21:9. Þeir færðust þar skrefi nær toppliðunum með þessum sigri og eru aðeins fjórum stigum á eftir Aftureldingu sem enn er í efsta sæti deildarinnar  eð 16 stig að loknum 11 leikjum eftir tvo tapleiki í röð.

Haukar hófu leikinn af krafti gegn vængbrotnu liði Aftureldingar sem var án fimm leikmanna. Haukar komust í 4:1 áður en Afturelding náði að klóra í bakkann og minnka muninn í eitt mark, 6:5, eftir liðlega 10 mínútur. Þar með skildi leiðir. Sóknarleikur Aftureldingar var erfiður gegn Haukavörninni sem varði mörg skotanna. Ef þau rötuðu framhjá varnarmönnum Hauka þá stóð Giedrius Morkunas vaktina af áverkni í markinu. Hann varði 12 skot í fyrri hálfleik. Fyrst og síðan þá brást varnarleikurinn algjörlega hjá Aftureldingu í fyrri hálfleik og þar af leiðandi var markvarslan einnig slök.

Munurinn jókst jafnt og þétt þegar á hálfleikinn leið og alls munaði 12 mörkum þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik, 21:9, fyrir Hauka.

Ekkert rættist úr hjá Aftureldingu í síðari hálfleik þótt varnarleikurinn væri aðeins skrárri. Munurinn á liðunum hélt áfram að aukast jafnt og þett. Um miðjan hálfleikinn var staðan, 28:12, Haukum í hag. Hafi einhver verið í vafa í hálfleik hvort liðið ynni þá var það öllum ljóst á þessu tímapunkti.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Afturelding 17:35 Haukar opna loka
60. mín. Afturelding tapar boltanum
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert