Yfirburðir íslenskra þjálfara - „Við vitum hvernig á að stýra liðum“

Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs.
Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs. AFP

Takist Þóri Hergeirssyni, landsliðsþjálfara kvennalandsliðs Noregs að stýra liðinu til sigurs á EM í handknattleik í Svíþjóð í dag mun sá magnaði árangur verða að veruleika að íslenskir þjálfarar munu hafa stýrt landsliðum til sigurs á þremur af fjórum stórmótum í íþróttinni á árinu.

Í janúar stýrði Dagur Sigurðsson Þýskalandi til sigurs á EM karla.

Guðmundur Guðmundsson stýrði danska karlalandsliðinu til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Þar vann Rússland í kvennaflokki.

Þórir getur hins vegar skilað þriðja titlinum í hús íslensku þjálfaranna í dag með sigri á Hollendingum.

„Við erum Íslendingar, og við vitum hvernig við eigum að stýra liðum,“ sagði gamansamur Þórir Hergeirsson við NTB.

Noregur mætir Hollandi í úrslitaleik Evrópumótsins kl. 17:00 í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert