Aron fer ekki til Danmerkur

Aron Pálmarsson fer ekki með íslenska landsliðinu til Danmerkur í …
Aron Pálmarsson fer ekki með íslenska landsliðinu til Danmerkur í vináttuleikina sem þar verða. mbl.is/Árni Sæberg

Aron Pálmarsson leikur ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á fjögurra þjóða mótinu sem hefst á fimmtudaginn og lýkur á sunnudag. Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt hvaða 18 leikmönnum hann teflir fram á mótinu. Aron er ekki í þeim hópi en hins vegar er Ásgeir Örn Hallgrímsson í hópnum en hann hefur einnig barist við meiðsli síðustu daga og vikur. 

„Að höfðu samráði við læknateymi landsliðsins var ákveðið að Aron Pálmarsson færi ekki til Danmerkur vegna meiðsla. Hann verður í áframhaldandi meðferð hér á landi fram yfir næstu helgi en þá kemur í ljós hvort hann geti tekið þátt á HM í Frakklandi,“ segir í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands. Geir Sveinsson landsliðsþjálfari sagði við mbl.is fyrir stundu að engu væri við þetta að bæta.

Ásgeiri Erni hefur hins vegar gengið betur að gróa sára sinna. 

Markverðir:
Aron Rafn Eðvarðsson      
Björgvin Páll Gústavsson 

Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson          
Bjarki Már Gunnarsson
Kári Kristján Kristjánsson         
Vignir Svavarsson                

Vinstri hornamenn:
Bjarki Már Elísson        
Guðjón Valur Sigurðsson

Hægri hornamenn:
Arnór Þór Gunnarsson

Vinstri skyttur:
Guðmundur Hólmar Helgason
Ólafur Andrés Guðmundsson
Tandri Konráðsson         

Leikstjórnendur:
Arnór Atlason         
Gunnar Steinn Jónsson
Janus Daði Smárason        

Hægri skyttur:
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Ómar Ingi Magnússon
Rúnar Kárason        

Íslenska landsliðið fer til Danmerkur á morgun. Það mætir landsliði Egypta á fimmtudaginn, Ungverjum á föstudag og ólympíumeisturum Danmerkur á sunnudaginn. Mótið fer fram í Álaborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert