Sunna fer í aðgerð

Sunna Jónsdóttir t.v. í leik með íslenska landsliðinu.
Sunna Jónsdóttir t.v. í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sunna Jónsdóttir, landsliðskona í handknattleik og leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Halden, er á leið í aðgerð á hné eftir að hafa barist við þrálát meiðsli síðan í haust.

„Ég hef reynt nánast allt svo sem hvíld, sjúkraþjálfun og sprautumeðferðir en núna er komin sú niðurstaða að ég þarf að fara í aðgerð og hún verður í byrjun mars,“ sagði Sunna við Morgunblaðið í gær.

„Það sem hrjáir mig eru brjóskskemmdir og rifnir slímpokar í öðru hnénu. Skemmdirnar og pokana þarf að fjarlægja.

Erfitt er að segja til um hversu lengi ég verð frá keppni fyrr en eftir aðgerð. Ef ég verð heppin og með með góðri endurhæfingu gæti ég orðið átta til tólf vikur frá æfingum og keppni en gæti farið upp í sex til átta mánuði ef illa gengur,“ sagði Sunna.

„Ég hef svo sem verið mjög heppin í gegnum tíðina með meiðsli en þetta er súrt og manni finnst meiðsli alltaf koma á versta tímapunkti. Ég mæli hinsvegar ekki með því að þjösnast svona á líkamanum eins og ég er að gera þessa dagana því það tekur á andlega og líkamlega og maður nær ekki að æfa á fullu eða sýna sitt besta og hvað þá bæta sig,“ segir Sunna sem stefnir að því að koma sterkari til baka á næsta keppnistímabili með félagsliði sínu og landsliðinu.

Sjá allt viðtalið við Sunnu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert