Markið sem allir eru að tala um (myndskeið)

Þetta tiltekna handboltamark tengist fréttinni ekki beint.
Þetta tiltekna handboltamark tengist fréttinni ekki beint. AFP

Það má með sanni segja að óvenjulegum brögðum hafi verið beitt í sænsku B-deildinni í handknattleik á dögunum þegar hreint ótrúlegt mark var skorað.

Varberg og Hällby mættust þá og í einni sókninni virtust leikmenn Varberg missa boltann eftir misheppnaða sendingu í sókninni. Leikmenn Hällby þustu þá af stað á eftir boltanum, en í ljós kom að engin mistök höfðu átt sér stað.

Markvörður Varberg hafði komið sér fyrir við varamannabekkinn, tók við hinni meintu misheppnuðu sendingu og gaf boltann að vítateignum þar sem þrír sóknarmenn biðu átekta. Úr varð auðvelt mark og hefur þessi óvenjulega flétta vakið mikla athygli og hafa fjölmiðlar um öll Norðurlöndin fjallað um málið.

Bragðið hefur varið kallað „flaskan,“ vegna þess að markvörðurinn þóttist standa við bekkinn til þess að fá sér vatn að drekka. Hans Karlsson, þjálfari Varberg, segir að um gamalt körfuboltabragð sé að ræða, en meira að segja þjálfari andstæðingsins hrósaði kollega sínum fyrir bragðið.

Svo fór þó að Varberg tapaði leiknum 32:29, en markið má sjá hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert