Guðmundur tekur við Bahrein – myndskeið

Guðmundur Þ. Guðmundsson.
Guðmundur Þ. Guðmundsson. AFP

Guðmund­ur Þórður Guðmunds­son, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari Dan­merk­ur og Íslands í hand­knatt­leik karla, mun að öll­um lík­ind­um taka við landsliði Persa­flóa­rík­is­ins Bahrein og stýra því næstu mánuðina.

Guðmund­ur hætti sem kunn­ugt er störf­um hjá Dön­um fyr­ir skömmu en liðið var óvænt slegið út af Ung­verj­um í 16-liða úr­slit­um HM í Frakklandi í janú­ar. Dan­ir urðu hins veg­ar ólymp­íu­meist­ar­ar und­ir stjórn Guðmund­ar á síðasta ári og hann fékk silf­ur með ís­lenska landsliðinu á Ólymp­íu­leik­un­um 2008. 

Hand­knatt­leiks­sam­band Bahrein skýrði frá því í kvöld á Twitter-síðu sinni að Guðmund­ur væri kom­inn til lands­ins og birt­ar voru ljós­mynd­ir og mynd­skeið af hon­um í flug­stöðinni, ný­lent­um eft­ir ferðalag frá Íslandi.

Mbl.is hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að um tíma­bundna ráðningu sé að ræða, til sex eða sjö mánaða, og hlut­verk Guðmund­ar verður þá vænt­an­lega að stýra Bahrain í loka­keppni Asíu­móts­ins í janú­ar 2018. Þar hef­ur Bahrein hlotið silf­ur­verðlaun á und­an­förn­um tveim­ur mót­um, 2014 og 2016, í bæði skipt­in eft­ir ósigra gegn Kat­ar í úr­slita­leik.

Þá hef­ur Bahrein kom­ist í loka­keppni HM tvisvar í röð en dró sig reynd­ar út úr mót­inu í Kat­ar árið 2015 af póli­tísk­um ástæðum, með þeim af­leiðing­um að Íslandi var boðin þátt­taka í staðinn. Liðið endaði í 23. sæti af 24 liðum í loka­keppni HM í janú­ar á þessu ári.

Guðmund­ur mætti þá liði Bahrein í riðlakeppn­inni en Dan­ir unnu þar frek­ar naum­an sig­ur, 30:26. Bahrein tapaði þó öll­um leikj­um sín­um á mót­inu þar til liðið vann Angóla, 32:26, í leik um 23. sætið.

Hér fyr­ir neðan má sjá bæði mynd­skeið og mynd­ir sem tekn­ar voru á flug­vell­in­um í Bahrein í kvöld og tekið var á móti Guðmundi sem vænt­an­lega ræðir við hand­knatt­leiks­sam­band Bahrein á morg­un.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka