„Þetta er ákveðið ævintýri“

Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson. AFP

„Ég hef ákveðið að taka þetta verk­efni að mér og ég er bara mjög spennt­ur fyr­ir því. Þetta er ákveðið æv­in­týri sem ég er fara út í,“ sagði Guðmund­ur Þórður Guðmunds­son í sam­tali við mbl.is í dag en hann verður kynnt­ur til leiks á næstu dög­um sem nýr landsliðsþjálf­ari Bahrein í hand­bolta.

Guðmund­ur ger­ir stutt­an samn­ing til að byrja með eða til sjö mánaða.

„Ég vildi gera stutt­an samn­ing til að byrja með, klára ákveðið verk­efni og sjá til hvernig mér lík­ar. Við kom­um hingað í gær fjöl­skyld­an og höf­um verið að skoða aðstæður,“ sagði Guðmund­ur, sem ný­lega lét af störf­um sem þjálf­ari danska landsliðsins sem hann gerði að ólymp­íu­meist­ur­um í Ríó á síðasta ári.

„Það er allt opið hvað varðar fram­haldið og þetta snýst bara um það hvað ég vil ég gera. Það er eins og að vera kom­in í aðra ver­öld að vera hér í Bahrein. Fólkið hér er mjög vin­gjarn­legt en það má segja að Bahrein er vest­ræn­asta ríkið á þessu svæði. Ég mun hefja störf í kring­um 20. ág­úst og fyrsta verk­efnið verða bara æf­ing­ar með liðið. Ég verð með liðið við æf­ing­ar í þrjár vik­ur og svo eitt­hvað í nóv­em­ber og svo verð ég með liðið í einni sam­fellu frá des­em­ber fram yfir Asíu­leik­ana sem verða í janú­ar.

Það má segja að þetta sé lík­ara því að þjálfa fé­lagslið. Ég geri mér al­veg grein fyr­ir því að lið Bahrein er ekki það sterk­asta í heimi en ég sé ákveðna mögu­leika á því að bæta liðið. Hér er vilji til þess að gera það og mér finnst þetta bara mjög spenn­andi verk­efni og spenn­andi staður sem ég er kom­inn á,“ sagði Guðmund­ur Þórður.

Þriðja landsliðið sem hann þjálf­ar

Bahrein verður þriðja landsliðið sem Guðmund­ur tek­ur að sér að þjálfa. Hann stýrði ís­lenska landsliðinu fyrst frá 2001 til 2004 og aft­ur 2008 til 2012. Und­ir hans stjórn unnu Íslend­ing­ar til silf­ur­verðlauna á Ólymp­íu­leik­un­um í Pek­ing 2008 og til bronsverðlauna á Evr­ópu­mót­inu í Aust­ur­ríki 2010.

Guðmund­ur tók svo við þjálf­un danska landsliðsins og var við stjórn­völ­inn hjá Dön­um frá 2014 til 2017. Þá hef­ur hann þjálfað Vík­ing, Aft­ur­eld­ingu og Fram ásamt þýsku liðin Dorma­gen og Rhein-Neckar Löwen og danska liðið GOG.

Fyrr­um læri­svein­ar Guðmund­ar í danska landsliðinu mættu Bahrein í riðlakeppni heims­meist­ara­móts­ins í Frakklandi í janú­ar þar sem Dan­ir höfðu bet­ur, 30:26, en Bahrein tapaði öll­um leikj­um sín­um í riðlakeppn­inni og endaði í 23. sæti á HM eft­ir sig­ur á Angóla í keppn­inni um For­seta­bik­ar­inn.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert