FH-ingar komnir í kjörstöðu

FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson ræðst að vörn Aftureldingar í leiknum …
FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson ræðst að vörn Aftureldingar í leiknum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH er komið 2:0 yfir í einvígi sínu við Aftureldingu í undanúrslitum Olísdeildar karla eftir 28:25-sigur liðsins í öðrum leik liðanna í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í dag. Hafa þarf betur í þremur leikjum liðanna til þess að tryggja sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

FH lagði grunninn að sigri sínum með góðri spilamennsku sinni í fyrri hálfleik. Leikmenn FH léku þétta vörn og framkvæmdu hraðaupphlaup sín í kjölfar þess sem liðið vann boltann. Ásbjörn Friðriksson dró vagninn í sóknarleik FH og Jóhann Karl Reynisson var öflugur inni á línunni hjá liðinu.

FH hafði sjö marka forystu að loknum fyrri hálfleik og fátt sem benti til annars en að FH færi með öruggan sigur af hólmi. Afturelding kom hins vegar af krafti inn í seinni hálfleikinn, en liðið náði að koma sér inn í leikinn með öflugum varnarleik og góðri markvörslu Davíðs Svanssonar.

Afturelding náði að minnka muninn í tvö mörk um miðbik seinni hálfleiks, en leikmenn liðsins fóru hins vegar illa með góð færi og FH náði aftur fjögurra marka forystu. Niðurstaðan varð þriggja marka sigur FH sem getur þar af leiðandi tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þriðja leik liðanna í Kaplakrika á fimmtudaginn kemur.

Afturelding 25:28 FH opna loka
60. mín. Leik lokið Leik lokið með 28:25-sigri FH sem er þar af leiðandi komði 2:0 yfir í einvígi liðanna í undanúrsltium Olísdeildar karla í handbolta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert