Ísland strengdi sér líflínu með sigri

Ísland lagði Makedóníu að velli, 30:29, þegar liðin mættust í riðli 4 í undankeppni EM 2018 í handbolta karla í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hefur þar af leiðandi fjögur stig líkt og öll liðinum í riðlinum. Ólafur Andrés Guðmundsson var markahæsti leikmaður Íslands með sjö mörk.  

Makedónía tók frumkvæðið í upphafi leiks og hafði eins til tveggja marka forystu framan af fyrri hálfleik. Makedónía náði þriggja marki forskoti um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland jafnaði hins vegar metin í 10:10 þegar um það bil 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Ísland komst svo yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar Arnór Þór Gunnarsson kom liðinu yfir í 12:11 skömmu síðar. 

Staðan í hálfleik var hins vegar 16:16 og allt í járnum. Varnarleikur íslenska liðsins varð ögn þéttari þegar á leið fyrri hálfleikinn, en var hins vegar langt því að vera nógu góður og sóknarleikurinn gekk heilt ansi smurt í fyrri hálfleiknum. Ólafur Andrés Guðmundsson dró vagninn í sóknarleik íslenska liðsins í fyrri hálfleik, en hann skoraði fimm mörk í fyrri hálfleiknum.

Ísland hóf seinni hálfleikinn af miklum krafti, en jafnræði var síðan með liðunum framan af seinni hálfleiknum. Jafnt var á öllum tölum fram í miðbik seinni hálfleiks. Markmenn beggja liða, þeir Björgvin Páll Gústavsson og Borko Ristovski, voru í miklu stuði í upphafi seinni hálfleiksins.

Björgvin Páll kom Íslandi í 24:22 þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður og góður kafli íslenska liðsins varð til þess að liðið komst fjórum mörkum yfir um miðjan seinni hálfleikinn. Björgvin Páll skoraði svo annað mark sitt í leiknum þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum og staðan var þá 28:24 fyrir Íslandi.  

Makedónía náði að minnka muninn í eitt mark undir lok leiksins, en niðurstaðan var lífsnauðsynlegur eins marks sigur íslenska liðsins.  

Ísland 30:29 Makedónía opna loka
60. mín. Kiril Lazarov (Makedónía) skoraði mark Hamrar boltanum inn, langt fyrir utan. 20 sekúndur eftir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka