KR dregur skip í naust

Ágúst Jóhannsson er þjálfari KR.
Ágúst Jóhannsson er þjálfari KR. mbl.is/Golli

Nær full­víst er talið á KR sendi ekki lið til keppni á Íslands­mót­inu í hand­knatt­leik karla á næsta keppn­is­tíma­bili. Ákvörðun þess efn­is verður tek­in á fundi í há­deg­inu í dag.

KR vann sér á dög­un­um sæti í úr­vals­deild­inni á næsta keppn­is­tíma­bili og verði af þess­ari ákvörðun KR-inga gæti komið til lög­fræðilegr­ar þrætu um hvaða lið tek­ur sæti KR-inga í deild­inni. Þar kem­ur til greina annaðhvort Vík­ing­ur, sem tapaði fyr­ir KR í um­spili um sæti úr­vals­deild, Þrótt­ur eða Ak­ur­eyri hand­bolta­fé­lag, sem féll út úr­vals­deild­inni í vor. Sá hæng­ur er hins­veg­ar á að KA hef­ur ákveðið að slíta sam­starf­inu við Þór um Ak­ur­eyr­ar­fé­lagið þótt form­lega hafi ekki verið gengið frá því máli eða slit­in til­kynnt Hand­knatt­leiks­sam­bandi Íslands, eft­ir því sem heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma.

Ástæðan fyr­ir að KR-ing­ar ætla ekki að taka þátt í Íslands­mót­inu í hand­knatt­leik á næsta ári mun vera sú að aðstaða fé­lags­ins til að halda úti meist­ara­flokksliði í hand­bolta er ekki fyr­ir hendi. Íþrótta­hús KR ræður ekki við vax­andi um­svif hand­knatt­leiksíþrótt­ar­inn­ar ofan í annað blóm­legt starf fé­lags­ins þar sem körfuknatt­leik­ur­inn er fyr­ir­ferðarmest­ur.

„Það er ekki KR“

Meist­ara­flokkslið KR í hand­bolta karla æfði nán­ast ein­göngu í litla saln­um í KR-heim­il­inu í vet­ur en lék heima­leiki sína í aðalsaln­um. Við þá aðstöðu get­ur úr­vals­deild­arlið ekki búið á næstu leiktíð auk þess verður ekki held­ur hægt að leika alla heima­leiki á föstu­dags­kvöld­um. Önnur íþrótta­hús á höfuðborg­ar­svæðinu eru full­nýtt öll kvöld og helg­ar auk þess sem for­ráðamönn­um KR mun ekki hugn­ast að eiga heima­völl fjarri bækistöðvum fé­lags­ins. „Það er ekki KR,“ sagði viðmæl­andi Morg­un­blaðsins úr röðum hand­knatt­leiks­deild­ar KR í gær.

Sjá meira um málið í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert