Sverre áfram þjálfari Akureyrar

Sverre Jakobsson og Ingimundur Ingimundarson fyrir miðju, ásamt Þorvaldi Sigurðssyni …
Sverre Jakobsson og Ingimundur Ingimundarson fyrir miðju, ásamt Þorvaldi Sigurðssyni og Þorsteini Hlyni, formanni Akureyrar handboltafélags. Ljósmynd/Akureyri handboltafélag

Sverre Andreas Jakobsson hefur ákveðið að standa við þjálfarasamning sinn við Akureyri handboltafélag og þjálfa liðið áfram á næstu leiktíð. Sömu sögu er að segja af Ingimundi Ingimundarsyni sem verður áfram Sverre til halds og trausts ásamt Þorvaldi Sigurðssyni.

Eftir að KA sleit samstarfinu við Þór, um útgerð Akureyrar handboltafélags, og ákvað að senda lið til keppni í 1.deild karla undir merkjum KA á næsta keppnistímabili, lék óvissa um hvort Sverre og Ingimundur myndu þjálfa Akureyrarliðið, flytja sig yfir til KA eða hvort þeir tækju sér frí frá þjálfun. Nú hefur allri óvissu verið eytt í þeim efnum. 

Akureyri handboltafélag mun eiga lið í 1.deild á næsta keppnistímabili eins og KA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert