EM vonin veikist

Ólafur Guðmundsson og Arnór Atlason í hörðum slag í fyrri …
Ólafur Guðmundsson og Arnór Atlason í hörðum slag í fyrri leik liðanna í vetur. mbl.is/Golli

Vonir íslenska landsliðsins um sæti í lokakeppni EM í Króatíu veiktust verulega við þriggja marka tap, 27:24, fyrir Tékkum í Brno í Tékklandi í dag. Tékkar voru með yfirhöndina allan leikinn en afleitur sóknarleikur íslenska landsliðsins í fyrri hálfleik gerði stöðuna afar erfiða. Heimamenn voru með fimm marka forskot í hálfleik, 14:9.

Íslenska landsliðið lék vel lengst af síðari hálfleiks og minnkaði muninn í eitt mark, 24:23, þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka en nær komst liðið ekki þrátt fyrir hetjulega baráttu og góðan varnarleik. 

Sem fyrr segir þá veiktust vonir íslenska liðsins um sæti á EM í Króatíu verulega með þessu tapi. Liðið á enn möguleika á að ná þriðja sæti riðilsins með sigri á Úkraínu á sunnnudaginn og komast áfram sem það lið sem bestum árangri nær í þriðja sæti.

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur með níu mörk. 

Tékkland 27:24 Ísland opna loka
60. mín. Jan Landa (Tékkland) fékk 2 mínútur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert