Framarar kræktu í eitt stig

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson úr Fram og Stefán Darri Þórsson úr …
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson úr Fram og Stefán Darri Þórsson úr Stjörnunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir útreið í fyrsta leiknum í Olís-deildinni þá krækti Fram í stig í viðureign sinni við Stjörnuna í TM-höllinni í kvöld í viðureign liðanna í 2.umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Lokatölur 25:25. Aron Dagur Pálsson var nærri að tryggja Stjörnunni sigur en bylmingsskot hans á síðustu sekúndu leiksins hafnaði í stöng Fram-marksins.

Stjarnan var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:12. 

Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstaklega vel leikinn af beggja hálfleik. Framarar, sem voru rasskelltir í fyrstu umferð af FH, ætluðu greinilega ekki að láta það henda sig aftur. Þeir komu af talsverðum krafti til leiks, léku framliggjandi vörn sem olli Stjörnuliðinu talsverðum erfiðleikum framan af.  Þó nokkuð var um mistök og flumbrugang af hálfu beggja liða og á tímabili mátti maður varla fá boltann án þess að reyna sig við markskot. Þegar á leið hálfleikinn tókst Stjörnumönnum að leysa betur úr varnarleik Framara og ná frumkvæði. Á sama tíma varði Sveinbjörn Pétursson, markvörður Stjörnunar, nokkuð vel. Sóknarleikur Framarar var hinsvegar á tíðum tilviljanakenndur og snerist mest um stórskyttuna Arnar Birkir Hálfdánsson sem skoraði helming marka liðsins í hálfleiknum.

Fram-liðið var heldur sterkara í síðari hálfleik og hafði um skeið þriggja marka forskot, 23:20. Miklu munaði að Stjörnumaðurinn Ari Magnús Þorgeirsson var tekin úr umferð en hann var lang líflegasti leikmaður Stjörnunnar í fyrri hálfleik. 

Framarar eru væntanlega sáttari við stigið en heimamenn. Baráttugleðin var í fyrirrúmi hjá liðinu að þessu sinni.  Viktor Gísli Hallgrímsson var ágætur í markinu og Arnar Birkir Hálfdánsson og Sigurður Örn Þorsteinsson atkvæðamestir í sóknarleiknum.

Stjörnumenn söknuðu Ólafs Gústafssonar sem sigir á vit ævintýra í dönsku úrvalsdeildinni í fyrramálið og tók ekki þátt í viðureigninni í kvöld. Þeim gekk illa gekk framliggjandi vörn Framarar lengst af. Bættur sóknarleikur Stjörnumanna síðustu tíu mínútur leiksins björguðu stiginu fyrir horn. Leikur liðsins var alls ekki burðugur og ósennilegt að Stjarnan verði í toppbaráttu með viðlíka leik á næstunni. Aðeins tíu mörk í síðari hálfleik er burðugt. 

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Stjarnan 25:25 Fram opna loka
60. mín. Viktor Gísli Hallgrímsson (Fram) varði skot - örfáar sekúndur eftir af leiknum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert