Stjarnan vann öruggan 35:25-útisigur á Gróttu í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld. Stjarnan hafði yfirhöndina allan tímann og var staðan í hálfleik 17:10.
Þórhildur Gunnarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna, Stefanía Theodórsdóttir sex og Rakel Dögg Bragadóttir bætti við fimm mörkum. Dröfn Haraldsdóttir átti góðan leik í markinu og varði 16 skot.
Leikurinn var afar líflegur, en liðin skoruðu samtals 60 mörk og voru með 26 skot varin.
Savica Mrkik skoraði sjö mörk fyrir Gróttu og Þóra Guðný Arnarsdóttir fimm. Stjarnan fór upp í fimm stig og í fimmta sæti með sigrinum en Grótta er enn á botninum með aðeins eitt stig.
Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is
Grótta | 25:35 | Stjarnan | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
60. mín. Þóra Guðný Arnarsdóttir (Grótta) skoraði mark | ||||
Augnablik — sæki gögn... |